Uppskeruhátíða Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Uppskeruhátíð Tónlistarskólans á Tröllaskaga var haldin þriðjudaginn 26. mars og tóku um 40 nemendur og kennarar þátt í hátíðinni. Fjölbreytt dagskrá var í boði og voru tónleikarnir vel sóttir og fengu nemendur skólans mikið lof fyrir frammistöðuna. Eftir tónleikana voru nemendur skólans kallaðir upp og var öllum afhent viðurkenningarspjald fyrir þátttökuna. Að lokum kom stjórn Karlakórs Fjallabyggðar og afhenti skólanum peningagjöf upp á 330.000. kr. sem verður nýtt til kaupa á hljóðfærum.

Hér eru myndir frá uppskeruhátíðinni.