Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

Rannsóknir hafa leitt í ljós að tónlistarnám hefur bætandi áhrif á annað nám sérstaklega í raungreinum. Tónlistarnám eykur einbeitingu og stuðlar að betri vinnubrögðum hjá nemendum. Auk þess hefur tónlist og tónlistaiðkun bætandi áhrif á sálarlífið og stuðlar að gleði og lífsfyllingu.

Tónlist hefur róandi áhrif á alla, samleikur og kórsöngur stuðlar að meiri félagsþroska hjá börnum.  Vonandi verður þessi heimasíða til þess að hvetja fólk til að kynna sér betur Tónlistarskólann á Tröllaskaga og taka virkan þátt í því starfi sem þar fer fram. Tónskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna og allir sem áhuga hafa á tónlist geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.

                                                                                                                                                                                                                Skólastjóri.