Tónverk Leu Dalstein Ingimarsdóttur nemand TÁT spilað í Hofi

Upptakturinn eru tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna sem haldin er ár hvert í samstarfi menningarhúsanna Hof og Hörpu. SSNE styrkir verkefnið. Markmið verðlaunanna er að hvetja börn og ungmenni til að semja tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmynda sinna. Ungmennin sem komast áfram, vinna að útsetningum laga sinna undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna. Að þessu ferli loknu verða til ný tónverk sem flutt verða á tónleikum og varðveitt með upptöku.

Lea Dalstein Ingimarsdóttir, frá Skeiði í Svarfaðardal, var ein þeirra 10 tónskálda sem valin voru til þátttöku í verkefninu og hlaut þar með tónsköpunarverðlaunin„ Upptakturinn 2021“. Lea fékk tækifæri til að fullvinna verkið sitt undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna í vinnusmiðju sem fór fram í Hofi í apríl. Afraksturinn verður fluttur af atvinnuhljóðfæraleikum undir stjórn Gretu Salomé í Hofi, sunnudaginn 9. maí nk.

Verk Leu heitir Fuglinn og samdi hún lagið fyrir ömmu sína sem hún hefur ekki hitt síðan Covidfaldurinn hófst. Sjálf spilar Lea á píanó og franskt horn auk þess sem hún er að læra söng.

Lea er 11 ára gömul og yngst þeirra þátttakenda sem valin voru. stendur þar. „Það gleður mann svo sannarlega að sjá barnið sitt blómstra, flott Lea, áfram þú. Við viljum hrósa og þakka kennurum tónlistarskólans við Tröllaskaga fyrir þá vinnu sem þar er unnin með börnunum okkar,“ segja Myriam Dalstein og Ingimar Guðmundsson, foreldrar Leu.

Greinin er birt með leyfi DB blaðsins