Starfsáætlun 2024 - 2025.

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga 2024 -2025.

Starfsáætlun

 

Leiðarljós

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga skal vera ein af menningarstoðum samfélagsins og taka virkan þátt í menningarlífinu. Nemendur Tónlistarskólans skulu vera sýnilegir á hinum ýmsu samkomum í þeirra byggðarkjörnum og þannig efla stöðu tónlistar í sínu samfélagi. Æskilegt er að nemendur jafnt sem kennarar fái tækifæri til að stunda list sína og samfélagið njóti þess.

Hlutverk

Í Aðalnámskrá tónlistarskólanna kemur fram að tónlistarskóli skuli vera opinn öllum og sinna almennu tónlistaruppeldi. Tónlistarskólinn þarf að uppfylla mismunandi kröfur, vera fyrir nemendur sem læra einungis sér til skemmtunar og fyrir nemendur sem vilja búa sig undir metnaðarfullt tónlistarnám og skyldar greinar á háskólastigi.  Ekki er síst mikilvægt það hlutverk að kenna nemendum að njóta tónlistar. Tónlistarskólinn skal stuðla að auknu tónlistarlífi í samfélaginu.

 

Helstu verkefni og innra starf

  • Rannsóknir hafa leitt í ljós að tónlistarnám hefur bætandi áhrif á annað nám sérstaklega í raungreinum. Tónlistarnám eykur einbeitingu og stuðlar að betri vinnubrögðum hjá nemendum. Auk þess hefur tónlist og tónlistaiðkun bætandi áhrif á sálarlífið og stuðlar að gleði og lífsfyllingu.
  • Tónlist hefur róandi áhrif á alla, samleikur og kórsöngur stuðlar að meiri félagsþroska hjá börnum. Tónskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna og allir sem áhuga hafa á tónlist geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.
  • Skólinn er í stöðugri þróun og ætíð er leitast við að efla tónlistarkennslu í samræmi við nútímakröfur. Kennarar hafa verið að kynna sér nýjungar í kennsluháttum undir stjórn skólastjóra.
  • Skólastjóri mun taka starfsþróunarsamtöl við starfsfólk skólans.
  • Unnið verður að aðlögun Uppbyggingarstefnunnar að tónlistarskólanum.
  • Kapp verður lagt á að viðhalda þeim góða starfsanda sem í Tónlistarskólanum ríkir.
  • Haldið verður formlega utan um símenntun kennara með skráningareyðublöðum.
  • Stærri starfsmannahópur og þ.a.l. meiri svigrúm til að bregðast við áföllum eins og veikindum og fækkun eða fjölgun nemenda á ákveðnum hljóðfærum.
  • Með stærri starfsmannahópi er meiri þekking og breidd innan hans og því mögulegt fyrir kennara að læra af samstarfsfélögum sínum.
  • Kennarar sem hafa sérhæft sig á ákveðin hljóðfæri geta sinnt þeim nemendum betur og skólarnir ná fram betri kennsluaðferðum og árangri.
  • Nýir möguleikar til hljóðfæranáms, með enn meiri nálgun við Menntaskólann á Tröllaskaga og þær námsbrautir sem eru þar í boði fyrir unga tónlistarmenn.
  • Mögulegt er að nemendur sem staddir eru á svipuðum stað í tónlistarnámi hittist í auknu mæli og spili saman á sérstökum æfingum t.d. fyrir tónleika. Jafnframt er tækifæri til að skoða hópkennslu í auknu mæli bæði innan skólanna og milli þeirra.
  • Að skólinn sé með, á hverju ári, foreldra og starfsmannakannanir.
  • Fyrsti kennsludagur er 4. september.
  • Foreldravika er 2. -6. október þar sem foreldrar geta komið í skólann með nemendum og einnig verður hægt að panta viðtaltíma með stjórnendum skólans.
  • Leitast verður við að efla samstarfið við grunnskóla sveitarfélaganna með aðkomu að viðburðum skólanna og einnig er markmið að setja upp söngskemmtun eða söngleik.
  • Tónlistarskólinn sér um tónmenntarkennslu fyrir í Grunnskóla Fjallabyggðar og er með söngsal í leikskólum á Tröllaskaga.
  • Haustfundur kennara verður haldinn í ágúst.
  • STS þing skólastjóra tónlistarskóla í október.
  • Samstarf við leikskóla heldur áfram að þróast með föstum heimsóknum í hverri viku.
  • Frístund í Fjallabyggð  Ipad – bílskúrsbandið kl. 13.35 -14.25.
  • Haustfrí er mánudaginn 21.og þriðjudaginn 22 október
  • Hausttónleikar verða vikuna 15. okt til 17. október.
  • Þemavika skólans verður í vikuna 25. - 29. nóv.
  • Í kringum haust-, jóla- og vortónleika verða farnar heimsóknir á Dalbæ, Hornbrekku, Skálarhlíð og Sjúkrahúsið á Siglufirði.
  • Jólatónleikar 4 - 12.  desember.
  • Uppskerutónleikar Tónlistarskólans eru 13. mars.
  • Tekið verður þátt í Nótunni í Hofi og svo vonandi í Eldborg.
  • Unnið verður að því að aðlaga Uppbyggingarstefnuna að skólastarfi TÁT.
  • Með tilkomu rafrænnar dagbókar og með meiri samskiptum við foreldra og forráðamenn verður lagt mat á árangur nemenda, reglubundnar en áður hefur verið.
  • Meiri áhersla verður lögð á samspil, hljómsveitarstarf og upptökur innan skólans og hver kennari mun koma að samspili eða hljómsveitastarfi.
  • Vortónleikar verða 7. - 15. maí.
  • Upptökuvika 19.-23. maí.
  • Skólaslit verða föstudaginn 28. maí 2025

 

Helstu verkefni á komandi skólaári

 

Upplýsingaflæði

  • Samskipti við foreldra fara í gegnum samskiptakerfið Visku og dagbók þess, einnig eru margir foreldrar sem nota netpóst, msn, sms og síma.
  • Tónlistarskólinn er með heimasíðu tat.is og Facebook síðu til þess að efla upplýsingaflæði til samfélagsins.
    • Nýtt kerfi verður tekið í notkun sem öll skólagjöld skólans verða innheimt.

 

Framtíðarsýn til 2025

  • Skoða þarf þau hljóðfæri sem hafa verið í útleigu með tilliti til endurnýjunar, nokkuð mörg hljóðfæri þarfnast viðhalds.

 

Lykiltölur

 

2021

2022

2023

2024

Starfsmannafjöldi

16

14

15

13

Meðalstarfsaldur á starfsstað

7,6

9,0

9,5

7,3

Fjöldi stöðugilda starfsfólks

11,40

11,10

10,95

10,20

Fjöldi stöðugilda kennara með kennsluréttindi

10,5

12,0

9,5

8,20

Fjöldi nemenda

193

171

170

171

Fjöldi nemenda eftir kyni

Kvk 55%

Kvk 54%

Kvk 65%

Kvk 62%

Fjöldi verkefna sem leik- grunn- eða tónlistarskóli starfa saman að

15

15

16

17

Heildarstærð húsnæðis

1200

1200

1200

1200

Fjöldi tölva (5 ára og yngri)

19

20

19

18

Heildarfjöldi klst sem starfsmenn sóttu námskeið eða símenntun

33

15

17

24

Meðalfjöldi klst. á kennara sem nýttir voru í símenntun

0

0

0

0

Utan vinnutímaramma

0

0

0

0

Hlutfall foreldra sem eru frekar eða mjög ánægðir með skólann

91,5%

92%

92%

91,5%

Hlutfall starfsmanna sem fór í starfsþróunarsamtal

100%

100%

100%

100%

Stig grænnar greinar

0

0

0

0

Gild skólanámskrá

Gerð sjálfsmatsskýrslu

ja

Frávik frá fjárhagsáætlun

0

0

0

0

Fjöldi sóttra styrkja

0

0

0

0

Fjöldi viðburða sem nemendur skólans koma fram á

56

32

45

53

Hlutfall foreldra sem komu í foreldraviðtal

15,5%

11%

20%

14,%

Fjöldi sóttra styrkja

0

0

0

0

Fjöldi viðburða sem nemendur skólans koma fram á

56

32

45

53

Hlutfall foreldra sem komu í foreldraviðtal

15,5%

11%

20%

14,%