Starfið framundan næstu tvær vikur í TÁT

Við hefjum kennslu á morgun miðvikudaginn 24. nóvember á Dalvík samkvæmt stundarskrá nema foreldra og nemendur hafi samband og um annað verði samið.

Við verðum ekki með neina hóptíma, þannig að samspil, samæfingar og tónfræði falla niður þessa vikuna og næstu, tökum síðan stöðuna í lok næstu viku.

Nú er verið að gera breytingar á skólastarfi Grunnskóla Dalvíkurbyggðar bæði innan og utan til að ná betri tökum á covid og minka smitmöguleika.

Breytingar verða líka á lengd skóladags og þar sem kennarar grunnskólans hafa alltaf unnið með TÁT að koma nemendum í tíma þá verður örugglega einhver röskun á mætingum til okkar.

Kennarar vilja biðja þá nemendur, foreldra og forráðamenn að vera vakandi með okkur í TÁT að nemendur skili sér í tíma til okkar og þá sérstaklega eftir hádegi.

Hjá okkur verður breyting að allir nemendur eiga að verð með grímur í kennslustund sem skólinn skaffar og byrjað verður á handþvotti þegar komið er í skólann. Þegar tíminn er búin þá fylgir kennarinn nemanda út að hurð og þrífur alla snertifleti á eftir honum.

Vonum að allt gangi vel í okkar samfélagi og í því samstilltu átaki sem fram undan er og vinnum bug á veirunni. 

Starfsfólk TÁT