Skólaslit TÁT 2022.

Skólaslit TÁT verða haldin þriðjudaginn 31. maí kl. 17.00. í Tjarnarborg í Fjallabyggð.

Þetta árið ætlum við að breyta til og hafa ein skólaslit og bjóða upp á streymi fyrir þá sem vilja það heldur og sjá sér ekki fært um að mæta. 

Þetta árið byrjum við í Tjarnarborg í Ólafsfirði, en svo á næsta ári færast þau til, verða í Dalvíkurbyggð.

Með einum slitum náum við að minka umstang og fá alla nemendur, kennara og foreldra saman á einn stað.

Best er að fá sem flesta í Tjarnarborg af okkar nemendur og þá sérstaklega þá sem eru að fá próf og viðurkenningar.

Þegar nær dregur skólaslitum munu við hafa samband við þá nemendur sem eru að fá viðurkenningar, svo að foreldrar og forráðamenn þeirra nemenda geti skipulagt sig með ferðir og annað sem fylgir.

Við ætlum að hafa kaffi á eftir skólaslitum, tónlistarskólinn sér um koma með drykkjaraðföng og foreldrar og nemendur koma með brauð og kökur.

Þetta er (var) hefð í Fjallabyggð og gaman að taka þetta upp í Dalvíkurbyggð líka þegar slitin verða þar á næsta ári.

Það er gott að setjast niður með nemendum, kennurum og foreldrum eftir veturinn og ræða málin, gott er að klára að innrita sig í skólann aftur þegar kökuátinu líkur.

Á skólaslitunum verður meira af tónlistaratriðum og minna um talað mál til að gera athöfnina skemmtilegri. Sömu viku sendum við yfirlit um skólaárið ásamt tölulegum upplýsingum og svo umsögnum nemenda til allra foreldra og nemenda í tölvupósti.

 

Kveðja Starfsfólk TÁT