Nótan 2023

Nótan 2023 var haldin í Hörpu sunnudaginn 19. mars og fóru þær Lea Dalstein Ingimarsdóttir, Steinunn Sóllilja Dagsdóttir, Írena Rut Jónsdóttir, Sóley Inga Sigurðardóttir fyrir hönd Tónlistarskólans á Tröllaskaga. Stúlkurnar fluttu lagið Sweet Dreams (Are made of This) og er lagið eftir Eurythmics sem hefur starfað frá 1984 með Annie Lennox og Dave Stewart í farabroddi hljómsveitarinnar. Atriðið sem var sett upp í ackapella  (sungið, engin undirleikur) sem var virkileg vel sungið og góð útsetning eftir Mathias Julien Spoerry söngkennara skólans, Deke Sharon og Anne Raugh. Við óskum þeim öllum til hamingju með þetta frábæra atriði og eigum við klárlega eftir að heyra meira af þeim í framtíðinni.

Hér er linkur á flutnig og viðtal í Hörpu

https://www.youtube.com/watch?v=2RXFq_jm_No