Gjaldfrjálst nám í tré og málmblæstri

Boðið verður upp á gjaldfrjálst nám í tré og málmblæstri í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga skólaárið 2017 – 2018.  Kennt er hálftíma á viku í einkakennslu. Síðan þegar nemendur hafa náð smá styrk og tækni á hljóðfærið bætist við klukkutími samæfing og svo  tónfræði.

Innritun í Tónlistarskólann á Tröllaskaga fer fram dagana  14. ágúst til 31. ágúst 2017, velja hnappinn innritun og fylla þar út umsókn fyrir veturinn 2017 – 2018.  Það er líka hægt að senda okkur tölvupóst á tat@tat.is og færa núverandi nemendur á milli skólaára.