Foreldravika 2017

Þessa viku er foreldravika í TAT. Þá eru foreldrar hvattir til að kíkja í hljóðfæratíma með barninu sínu ef tök eru á. Foreldrar eru samt sem áður ávallt velkomnir í skólann. Þarna gefst tækifæri á að fylgjast með kennslustund eða ræða við viðkomandi kennara. Einnig geta foreldrar óskað eftir viðtölum við stjórnendur utan þess tíma sem barnið er í skólanum. Gott samtal og samvinna skóla og foreldra leiðir til betri árangurs og ánægju allra. Einnig verður opið hús nk. fimmtudag, 21. sept frá kl. 16. til 18. í nýju húsnæði tónlistarskólans á Dalvík (Víkurröst).
Allir velkomnir að líta á aðstöðuna.